Merkel ræðir mannréttindamál í Kína

Angela Merkel bregður á leik í nágrenni forboðnu borgarinnar í …
Angela Merkel bregður á leik í nágrenni forboðnu borgarinnar í Peking Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi frelsi fjölmiðla og gildi þess að virða mannréttindi á fundum sem hún átti með fjölmiðlafólki sem hefur gagnrýnt stjórnvöld í Peking og háttsettum aðilum í kínverska stjórnkerfinu.

Að sögn talsmanns þýska sendiráðsins í Peking hitti hún fjóra blaðmenn og rithöfunda að máli fyrr í dag. Meðal þeirra var Li Datong sem var rekinn úr starfi ritstjóra dagblaðsins Æska Kína eftir tilskipun æðstu ráðamanna í kínverska kommúnistaflokknum.

Í gær átti Merkel fundi með forseta Kína Hu Jintao og forsætisráðherranum, Wen Jiabao. Ræddi hún meðal annars loftslagsmál við þá og vörueftirlíkingar. Merkel verður í Kína þar til á morgun en þá er för hennar heitið til Japans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert