Börn sem Ísraelar skutu unnu ekki fyrir hryðjuverkamenn

Ísraelsher greindi frá því í morgun að komið hafi í ljós að þrjú börn sem létu lífið í árás hersins á Gasasvæðið á miðvikudag hafi ekki tengst herskáum Palestínumönnum eða unnið fyrir þá líkt og herinn gaf í skyn eftir árásina. Börnin voru tíu og tólf ára og tilheyrðu öll sömu fjölskyldu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ísraelsher greindi frá því í gær að árás hefði verið gerð á svæðið eftir að hermenn urðu varir við hreyfingu þar en akur í nágrenninu hefur verið notaður til að skjóta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Hafa hermenn fengið fyrirmæli um að eyða ekki sprengjuvörpum sem eru á svæðinu heldur bíða frekar með að gera árásir uns einhver nálgast þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert