Malasía fagnar 50 ára sjálfstæði

Lituð hrísgrjón mynda 50 í fánalitum Malasíu.
Lituð hrísgrjón mynda 50 í fánalitum Malasíu. Reuters

Malasía fagnar 50 ára sjálfstæði í dag og taka þúsundir manna þátt í hátíðarhöldum í höfuðborginni, Kuala Lumpur. Dansarar og trommuleikarar gengu skrúðgöngu yfir Merkeda-torg í dag, þar sem fyrsti forsætisráðherra Malasíu lýsti yfir sjálfstæði landsins frá Bretum, þann 31. ágúst árið 1957.

Í hátíðarræðu hvatti núverandi forætisráðherra landsins, Abdullah Badawi, íbúa landsins til þess að sameinast sem þjóð. Margir ólíkir þjóðflokkar byggja Malasíu og hefur umræðan um sameiginlegt þjóðerni orðið háværari undanfarið.

Sagan birt á skýjakljúfum

Um 60.000 manns söfnuðust saman í gærkvöldi til þess að fylgjast með myndasýningu um sögu landsins síðastliðin 50 ár, sem varpað var á skýjakljúfa borgarinnar. Flugeldar lýstu upp himininn í kjölfarið og fáni landsins var reistur við hún. Meðal erlendra gesta eru Andrés Bretaprins og forsætisráðherrar Tælands, Singapor, Filippseyja, Laos, Víetnam og Kambódíu.

Breyttir tímar

Malasía hefur gjörbreyst á síðastliðnum 50 árum. Stöðugleiki í stjórnmálum landsins og þróunarstarf kom efnahaginum á rétta braut. Nú eru áhyggjur hafðar af auknum áhrifum íhaldsamra íslamista og sharía laga sem þeir fylgja og telja æðri stjórnarskrá landsins.

Trommuleikarar spila og dansa í hátíðarhöldunum í dag.
Trommuleikarar spila og dansa í hátíðarhöldunum í dag. Reuters
Flugeldasýning í miðborg Kuala Lumpur í gærkvöldi.
Flugeldasýning í miðborg Kuala Lumpur í gærkvöldi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert