Dauðadómur yfir Efnavopna-Ali staðfestur

Fórnarlömb eiturefnaárásar Írakshers á þorpið Halabja árið 1988.
Fórnarlömb eiturefnaárásar Írakshers á þorpið Halabja árið 1988. AP

Hæstiréttur Íraks hefur staðfest dauðadóm yfir Efnavopna-Ali og tveimur öðrum sakborningum sem dæmdir voru með honum fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu í valdatíð Saddams Hussein, fyrrum Íraksforseta.

"Hæstiréttur Íraks hefur staðfest dauðadóma yfir Ali Hassan al-Majid, Sultan Hashim al-Tai og Hussein Rashid al-Tikriti," Aref Shaheen, yfirdómari réttarins, á blaðamannafundi fyrir skömmu. Majid, sem þekktur var undir nafninu Efnavopna-Ali var einn hataðasti samstarfmaður Saddams Husseins, Tai var varnarmálaráðherra í valdatíð Saddams og Tikriti var yfirmaður herafla landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert