Mattel innkallar fleiri leikföng

Mattel hefur m.a. innkallað þennan leikfangabíl.
Mattel hefur m.a. innkallað þennan leikfangabíl. AP

AP fréttastofan segir, að bandaríska leikfangafyrirtækið Mattel Inc. mun á morgun tilkynna að ákveðið hafi verið að innkalla fleiri leikföng, sem framleidd voru í Kína, vegna þess að of mikið er af blýi í málningu, sem notuð hefur verið við framleiðsluna. Um er að ræða Fischer-Price leikföng og fylgihlutir fyrir Barbiedúkkur.

Mattel innkallaði um 19 milljónir leikfanga 14. ágúst. Um var að ræða leikföng sem máluð höfðu verið með of miklu magni af blýmálningu eða innihéldu litla segla sem börn geta gleypt.

Þá innkallaði Fisher-Price þann 1. ágúst um 1,5 milljónir leikfanga vegna blýmálningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert