Bin Laden sagður ætla að ávarpa bandarísku þjóðina

Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt …
Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt var 2004 en til hægri er mynd úr væntanlegu myndbandi, sem birtist í dag á auglýsingu á íslamistavefnum Al-Sahab. AP

Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, ætlar að senda frá sér myndband þann 11. september og ávarpa bandarísku þjóðina í tilefni af því að sex ár verða þá liðin frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Þetta segir stofnunin SITE, sem fylgist með netsíðum íslamista.

Með tilkynningu stofnunarinnar fylgdi skjámynd úr myndbandinu þar sem bin Laden talar. Skegg hans, sem á fyrri myndböndum hefur verið grásprengt, er kolsvart á myndinni. Virðist það hafa verið litað en slíkt er ekki óalgengt meðal Araba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert