Lögregla segir ekki fullvíst að erfðaefni sé úr Madeleine

Madeleine McCann hvarf sporlaust þann 3. maí.
Madeleine McCann hvarf sporlaust þann 3. maí. Reuters

Lögregla í Portúgal hefur borið til baka fréttir fjölmiðla af því að nærri 100% líkur séu á því að erfðaefni, sem fannst í farangursgeymslu bíls sem foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann höfðu á leigu, sé úr stúlkunni. “Við getur ekki fullyrt að erfðaefnið sé úr einstaklingi A fremur en einstaklingi B,” segir Alipio Ribeiro, yfirmaður rannsóknarlögreglu Portúgals. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

“Sýnin veita vísbendingar sem auðvelda rannsókn okkar en þau veita ekki þá stærðfræðilegu fullvissu sem sumir tala um,” segir hann.

Lögregla í Portúgal afhenti saksóknaraembætti landsins gögn í málinu í dag en Jose Cunha de Magalhaes e Meneses ríkissaksóknari fór fram á það í gær að fá að sjá gögn sem lágu að baki því að foreldrar stúlkunnar voru skilgreind sem grunaðir einstaklingar í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert