Fimmtán ára drengur á Jótlandi játar morð á 85 ára gamalli konu

Lögreglan á N-Jótlandi í Danmörku hefur handtekið fimmtán ára dreng fyrir morð á 85 ára gamalli konu. Konan var myrt í maí sl. en það voru skósólaför sem komu lögreglunni á sporið og urðu til þess að haft var uppi á drengnum.

Drengurinn, sem er grænlenskur, hefur viðurkennt að hafa nauðgað og myrt konuna í Álaborg, en hann kom þangað til að taka þátt í hátíð. Hann skildi eftir sig fótspor af Adidas-skóm, en aðeins 57 pör af skónum höfðu selst í Álaborg. Skóförin voru rakin til drengsins, og reyndust fingraför sem fundust á staðnum vera hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert