Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Reuters

Helstu keppinautar Hillary Clintons um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum á næsta ári, Barak Obama og John Edwards, eru orðnir skefjalausari í gagnrýni sinni á hana, en fram til þessa hefur baráttan farið fram á harla kurteislegum nótum, segja fréttaskýrendur.

Andstæðingar Clintons segja hana vera fulltrúa ráðandi afla í Washington og háða sérhagsmunum. Hún sé of umdeild til að geta orðið virkur forseti.

Clinton hefur allnokkuð forskot á keppinauta sína samkvæmt skoðanakönnunum, og er gagnrýni þeirra til marks um að þeir séu orðnir smeykir um að hún sé að tryggja stöðu sína og útiloka þar með alla möguleika þeirra, segja stjórnmálaskýrendur. Það hafi komið allmörgum á óvart hve vel barátta Clintons hafi gengið, og að hún kunni að vera að taka afgerandi forystu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert