Kuldalegar móttökur bíða Íransforseta í New York

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti er væntanlegur til New York síðar í dag þar sem hann mun flytja fyrirlestur við Columbiaháskólann á morgun og ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn. Heimsókn hans hefur vakið harðar deilur, og bíða hans væntanlega harla kuldalegar móttökur.

Ahmadinejad hefur opinberlega hvatt til þess að Ísrael verði eytt, og látið í ljósi efasemdir um að helför nasista gegn gyðingum hafi í raun og veru átt sér stað. Í New York er fjölmennasta gyðingasamfélag í heimi.

Áður en Ahmadinejad lagði af stað frá Teheran í morgun ræddi hann við fréttamenn á flugvellinum og sagði m.a. að allsherjarþing SÞ væri kjörinn vettvangur til að kynna fyrir heimsbyggðinni þær lausnir sem íranska þjóðin hefði á vandamálum heimsins. Bandaríkjamenn hefðu mikinn áhuga á að heyra um þær.

Ahmadinejad á flugvellinum í Teheran í morgun.
Ahmadinejad á flugvellinum í Teheran í morgun. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert