Hugsanlegt að Madeleine hafi verið mynduð í Marokkó

Verið er að rannsaka hvort Madeleine sé á þessari mynd.
Verið er að rannsaka hvort Madeleine sé á þessari mynd. Reuters

Interpol rannsakar nú ljósmynd sem tekin var í Marokkó því hugsanlegt þykir að á henni sjáist ljóshærð stúlka sem líkist Madeleine McCann sem hvarf frá hótelherbergi í Portúgal í maí. Á myndinni má sjá glitta í ljósan koll á baki konu sem ber barn á bakinu.

Myndin var tekin af spænskum ferðamanni, Clöru Torres, í Zinat í norðurhluta Marokkó þann 31. ágúst.

Samkvæmt fréttavef Sky fréttastofunnar sagði Torres í viðtali við spænska útvarpsstöð að hún hefði tekið fjölda mynda út um glugga á rútu er hún sá ljóshærða barnið.

Hún segist hafa látið sér detta týnda stúlkan í hug en gleymdi að hún hafði tekið mynd af henni uns hún frétti að aðrir ferðamenn hefðu sagst hafa séð Madeleine í Marokkó.

Lögregla athugar hvort Madeleine leynist á þessari mynd frá Marokkó.
Lögregla athugar hvort Madeleine leynist á þessari mynd frá Marokkó. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert