Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks eftir að hann var dæmdur …
Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks eftir að hann var dæmdur til dauða á síðasta ári. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði vissu fyrir því skömmu fyrir innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak í mars árið 2003 að Saddam Hussein, þáverandi Íraksforseti, væri reiðubúinn til að fara í útlegð til að forða stríðsátökum, gegn ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fram kemur í fundarskjölum frá fundi Bush og Jose Maria Aznar, þáverandi forsætisráðherra Spánar, að Bush vissi af kröfum Saddams. Fundurinn fór fram fór á búgarði bandaríkjaforseta í Texas í Bandaríkjunum í febrúar árið 2003 og hefur spænska blaðið El ais útskrift af því sem þar fór fram. Á fundinum ræddu leiðtogarnir einnig tilraunir til að fá ályktun um fyrirhugaða innrás í Írak samþykkta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

„Egyptar eiga í viðræðum við Saddam Hussein. Hann virðist hafa gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að fara í útlegð fái hann að taka með sér milljarð dollara og allar þær upplýsingar um gereyðingarvopn sem hann kýs að taka með sér,” sagði Bush.

Á fundinum lýsti Aznar von um að hægt yrði að leysa málið án hernaðaríhlutunar og Bush svaraði: „Það yrði líka besta lausnin fyrir okkur og myndi auk þess spara okkur fimmtíu milljarða dala.” Þá kvaðst hann gera ráð fyrir að verða í Bagdad í lok mars og sagði evrópska ráðamenn ekki hafa nægilegan skilning á þjáningum almennings í Írak.

Bush sagði einnig í samtalinu að því harðar sem Evrópubúar sæktu að honum því vinsælli yrði hann í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert