Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga

Hillary Rodham Clinton, er hún kom fram í kappræðum þeirra …
Hillary Rodham Clinton, er hún kom fram í kappræðum þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur demókrata í Dartmouth College í Hanover í gær. AP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata, lýsti því yfir í gærkvöldi að hún styddi meintar aðgerðir Ísraelshers á sýrlensku landsvæði en getum hefur verið leitt að því að loftárás Ísraelshers á sýrlenskt landsvæði fyrr í þessum mánuði hafi beist gegn einhvers konar kjarnorkuþróunarstöð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Við höfum ekki eins miklar upplýsingar og við vildum en það sem við höldum að við vitum er að Sýrlendingar hafi jafnvel um nokkurra ára skeið verið að koma sér upp kjarnorkutækni með hjálp Norður-Kóreu og þá á ég við fjárhagslega, tæknilega og verkfræðilega aðstoð,” sagði hún. „Við teljum að Ísraelar hafi stöðvað þetta og ég styð það.”

Clinton neitaði hins vegar að svara því hvort hún myndi styðja árás Ísraela á Íran að því gefnu að yfirvöld í Íran hefðu komist yfir kjarnorku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert