Herstjórn Myanmar kennir BBC um óróann í landinu

Herstjórn Myanmar kennir breska ríkisútvarpinu BBC og bandarísku útvarpsstöðinni Voice of America um að hafa kynt undir óánægju landsmanna sem síðan hafi leitt til mótmælaöldunnar að undanförnu. Segir MRTV3, ríkissjónvarp Myanmar, að báðar þessar útvarsstöðvar sendi út undirróðursþætti með ósönnum upplýsingum.

Bæði VOA og BBC senda út fréttaþætti á búrmönsku, þjóðtungu landsins, og ensku.

Herforingjastjórn hefur farið með völdin í Myanmar frá árinu 1962. Búddamunkar stóðu í september fyrir mótmælaaðgerðum eftir að verð á eldsneyti var fimmfaldað. Mótmælin hafa breiðst út og orðið fjölmennari en herstjórnin greip til harðra aðgerða í vikunni og er talið að tugir almennra borgara hafi látið lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert