Ellefu ára á flótta undan réttvísinni á 160 km hraða

Ellefu ára gamall drengur og foreldrar hans hafa verið handtekin eftir að drengurinn reyndi að stinga lögregluna í Louisiana í Bandaríkjunum af á bifreið. Strákurinn er sagður hafa ekið hraðast á 160 km hraða á klst.

Foreldrar ökuþórsins eru sögð hafa leyft honum að aka bifreið í um hálft ár.

Lögreglan hóf eftirför er hún varð vör við bifreið sem ók miklum hraða á hraðbraut nærri New Orleans. Drengurinn gaf í og stöðvaði ekki fyrr en hann var kominn fyrir utan Burger King veitingastað þar sem móðir hans vinnur.

Drengurinn hafði verið að aka frá sjúkrahúsi, þar sem hann skutlað fötluðum föður sínum á læknisfund, þegar lögreglan veitti honum eftirför.

Búið er að ákæra foreldrana fyrir vanrækslu og fyrir að hafa leyft syni sínum að aka bifreið, en sem fyrr segir greindu yfirvöld frá því að drengurinn hafi setið undir stýri sl. hálfa árið.

Frænka drengsins er sögð hafa leyst hann úr haldi. Hann var ekki aðeins handtekinn fyrir að hafa reynt að flýja lögreglumenn, heldur einnig fyrir að hafa ekið mjög glannalega í umferðinni, fyrir hraðakstur, fyrir að taka fram úr öðrum bifreiðum á vegaröxl, fyrir að nota akreinar á rangt og fyrir að hafa ekkert ökuskírteini.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert