Tyrkir ráðast á meintar bækistöðvar kúrdískra uppreisnarmanna

Tyrkneskur skriðdreki við landamærin að Írak í dag.
Tyrkneskur skriðdreki við landamærin að Írak í dag. Reuters

Tyrkneskar herflugvélar gerðu í dag árásir á meintar bækistöðvar kúrdískra uppreisnarmanna skammt frá írösku landamærunum, og forsætisráðherra Tyrklands sagði að tillaga um að heimilað yrði að ráðast inn í Írak kynni að verða lögð fyrir tyrkneska þingið strax á morgun.

Ekki er þó líklegt að atkvæði verði greidd um tillöguna fyrr en eftir helgi. Verði hún samþykkt kynni innrás að verða gerð einhverntíma á næsta ári, sagði forsætisráðherrann. Gaf hann þó í skyn að Tyrkir myndu ekki láta strax til skarar skríða heldur bíða og sjá hvort Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra skeri upp herör gegn uppreisnarmönnum úr röðum Kúrda í norðurhluta Íraks.

Bandaríkjamenn hafa lagst gegn því að Tyrkir ráðist inn í norðurhluta Íraks, og segja að þar sé stöðugleiki nú hvað mestur í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert