Offita jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn

Bretar óttast að offita geti orðið jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn …
Bretar óttast að offita geti orðið jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn á næstu áratugum. mbl.is/ÞÖK

Offita ógnar Bretum og er hugsanlega jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn að mati Alan Johnson, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann sagði að það væri öllum í hag að snú af þeirri braut sem þjóðin er á núna. Samkvæmt rannsókn sem breska ríkisstjórnin hefur látið gera mun helmingur bresku þjóðarinnar þjást af offitu eftir 25 ár.

Samkvæmt BBC eru breskir ráðherrar að leggja drög að langtíma áætlun til að berjast gegn offitu. Talið er að heilbrigðiskerfið muni sligast undan offitutengdum vandamálum á næstu áratugum og að fjarvistir fólks frá vinnu muni kosta þjóðfélagið um 45 milljarða punda um miðja þessa öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert