Forseti Kína lýsir áhyggjum af vaxandi launamun

Hu Jintao, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, með Jiang …
Hu Jintao, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, með Jiang Zemin, forvera sínum í embætti, á þingi flokksins í morgun. AP

Hu Jintao, forseti Kína, lýsti yfir áhyggjum af misskiptingu auðæfa og vaxandi launamun í Kína í setningarræðu sinni á þingi kínverska kommúnistaflokksins í dag.

„Við höfum á heildina litið náð tiltölulega þægilegum lífsgæðum en það þarf að fylgjast vel með tilhneigingu til launamunar og snúa þeirri þróun við,” sagði hann. „Það er enn töluverður fjöldi fólks, bæði í borgum og sveitum sem býr við lág laun og jafnvel fátækt. Það verður sífellt erfiðara að samræma hagsmuni allra aðila”

Þingið er haldið á fimm ára fresti og er stefna flokksins mótuð þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert