Vitorðsmaður O.J Simpson ætlar að vitna gegn honum

POOL

Einn þeirra sem er ákærður ásamt O. J. Simpson fyrir mannrán og vopnað rán og fleiri afbrot ætlar að játa sekt í málinu og vitna gegn Simpson og fjórum öðrum sem einnig eru ákærðir fyrir aðild að málinu. Verjandi Charles Cashmore tjáði dómara þetta í dag en Cashmore staðfestir að vopn hafi verið notuð er þeir ruddust inn inn í hótelherbergi í Las Vegas í síðasta mánuði og rændu þar ýmsum munum sem tengjast íþróttaferli Simpsons.

Simpson og lögfræðingur hans hafa ávalt neitað því að Simpson og félagar hafi verið með byssur með sér.

O.J. Simpson, fyrrum ruðningshetja og kvikmyndaleikari, var látinn laus gegn 125 þúsund dala tryggingu þann 19. september sl. Simpson var á 10. áratug síðustu aldar ákærður fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína og unnusta hennar. Simpson var þá sýknaður þar sem sönnunargögn þóttu ekki næg.

Simpson hefur verið ákærður fyrir 12 brot á hegningarlögum og gæti átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði hann fundinn sekur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert