Al Gore útilokar forsetaframboð

Al Gore.
Al Gore. AP

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur útilokað að hann muni taka þátt í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali sem Gore átti við norsku fréttastofuna NRK.

Gore var sérstaklega hvattur til þess að bjóða sig fram eftir að hann hlaut friðarverðlaun Nóbels í vikunni.

Sem kunnugt er beið Gore lægri hlut fyrir George W. Bush í forsetakosningunum árið 2000. Hann segir að hann hafi í raun engan áhuga á því að bjóða sig aftur fram.

Hillary Clinton leiðir kosningabaráttu demókrata um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert