Watson: „Ég er miður mín“

James Watson.
James Watson. AP

Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem olli miklu uppþoti með því að láta falla niðrandi orð um vitsmuni blökkumanna, sneri heim til Bandaríkjanna í dag, eftir að ferð hans til Bretlands til að kynna nýja bók sína var aflýst, og hann var leystur frá störfum á rannsóknastofnun í New York.

Watson öðlaðist heimsfrægð og hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þátt sinn í uppgötvuninni á uppbyggingu erfðaefnisins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum.

„Ég er miður mín yfir því sem gerst hefur,“ sagði Watson. „En umfram allt fæ ég ekki skilið hvernig ég gat sagt það sem eftir mér var haft.“

Í viðtali við breska blaðið The Sunday Times sagði Watson, sem er 79 ára, að hann væri mjög svartsýnn á framtíðhorfur í Afríku „vegna þess að við mótun félagslegrar stefnu er alltaf gengið út frá því að Afríkubúar séu jafngáfaðir okkur - en allar rannsóknir segja annað.“ Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að allir væru jafnir, en „þeir sem þurfa að glíma við svarta starfsmenn kemst að því að svo er ekki.“

Watson var í Bretlandi að kynna nýja bók sína, sem heitir Að forðast leiðinlegt fólk: Lexíur ævistarfs í vísindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert