Hjón drukknuðu er þau reyndu að bjarga börnunum sínum

Frá Algarve í Portúgal.
Frá Algarve í Portúgal. mbl.is/Brynjar Gauti

Bresk hjón drukknuðu ásamt annarri breskri konu og þýskum manni er þau reyndu að bjarga þremur börnum frá sterkum straumum fyrir utan baðströnd skammt frá bænum Sagres í Algarve í Portúgal í gær. Börnunum skolaði á land skömmu síðar með minniháttar meiðsl.

Breskir fjölmiðlar skýra frá því að björgunarbátur frá Sagres hefði fundið eitt líkanna en að hinum þremur hefði skolað á land í ölduganginum.

Fólkið sem lést var á fimmtugsaldri en börnin sem þau reyndu að bjarga eru átta og tíu ára.

Börnin munu hafa lent í vandræðum úti á kletti í víkinni en sterkir straumar umlykja klettinn og báru fólkið á haf út. Sumarleyfatíminn er liðinn og því voru engir lífverðir á ströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert