Pútín verður áfram í pólitík - en ekki æðsti maður Rússlands

Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun halda áfram í stjórnmálum eftir að síðara kjörtímabili hans lýkur á næsta ári, en hann verður ekki æðsti maður Rússlands, sagði talsmaður Kremlar við vestræna fréttamenn í dag. Pútín tilkynnti fyrir skömmu að hann ætli að bjóða sig fram í þingkosningunum í desember, og kynni að verða forsætisráðherra eftir forsetakosningarnar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert