Tíu látnir af völdum eldanna í Kaliforníu

Tala þeirra sem látist hafa af völdum skógareldanna í Suður-Kaliforníu er komin í tíu. Tvö brunnin lík fundust í húsarústum norður af San Diego í dag. Óttast er að talan eigi enn eftir að hækka þegar lögregla fer um hverfi þar sem hús hafa brunnið. George W. Bush Bandaríkjaforseti kom til hamfarasvæðanna í dag.

Fólk sem neyddist til að flýja heimili sín hefur fengið að snúa aftur í dag. Á Qualcomm-leikvanginum í San Diego, þar sem mest voru um tíu þúsund manns, eru nú aðeins um 2.500 enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert