15.000 minkum hleypt úr búrum í Þýskalandi

Minkar geta valdið miklum usla
Minkar geta valdið miklum usla mbl.is

Þýski herinn var í dag kallaður út til að aðstoða við að ná 15.000 minkum sem sluppu af minkabúi í austurhluta Þýskalands. Skemmdarvargar brutust inn fyrir girðingar búsins og hleyptu dýrunum út, sem nú leika lausum hala í grenndinni. Enginn hefur lýst ábyrgð á verknaðinum en róttækir dýraverndunarsinnar hafa áður beitt svipuðum aðferðum til að vekja athygli á málstað sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert