Mengun og þoka lama Peking

Frá Peking í dag
Frá Peking í dag Arnar Ágústsson

Börn og eldra fólk í Peking er ráðlagt að halda sig innandyra þar sem þykkt mengunarský hangir yfir borginni í dag. Síðast í gær varaði háttsettur embættismaður ólympíunefndarinnar við því að mengun gæti truflað leikana sem haldnir verða á næsta ári. Mengunin er svo mikil í borginni í dag að talin er hætta á því að öldungar og börn geti veikst af öndunarfærasjúkdómum fari þeir út.

vera sú að hún hafi lokast inni í þykkri þoku en flestar hraðbrautir sem liggja til og frá borginni eru lokaðar því skyggni er innan við 50 metrar á köflum og seinkanir hafa orðið á flugumferð vegna þokunnar.

Ólíklegt þykir að hægt verði að ráða bót á loftslagsvanda borgarinnar í tæka tíð fyrir leikana og því gæti þurft að færa til sumar keppnisgreinar.

Arnar Ágústsson
Arnar Ágústsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert