Lendingarbúnaður Dash-8 vélar gaf sig við lendingu á Kastrup

Lögregla segir atvikið svipað og þegar lendingarbúnaður Dash-8/Q400 vélar gaf …
Lögregla segir atvikið svipað og þegar lendingarbúnaður Dash-8/Q400 vélar gaf sig í Álaborg í september AP

Farþegaflugvél af gerðinni Dash-8 frá flugfélaginu SAS lenti í óhappi á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í dag. Fréttavefur Berlingske Tidende segir frá því að hægra lendingarhjól hafi gefið sig, en að flugvélin sé lítið skemmd og að enginn hafi meiðst við óhappið. 44 voru um borð, þar af 40 farþegar.

Danska lögreglan segir að atvikið minni mjög á það þegar flugvél af sömu gerð brotlenti á flugvellinum í Álaborg þamm 9. september sl. Nokkrum dögum síðar nauðlenti flugvél SAS á leið til Kaupmannahafnar í Vilnius, en auk þess hafa komið upp nokkur tilvik vegna bilana í vélum af gerðinni Dash-8/Q400, einkum vegna vandræða með lendingarbúnað. Allar vélar flugfélagsins voru kyrrsettar í kjölfarið meðan farið var yfir öryggismál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert