15 ára piltur grunaður um morð í Álaborg

Tveir karlmenn, 15 og 23 ára, hafa verið handteknir grunaðir um að hafa orðið 48 ára gömlum karlmanni að bana í Álaborg í Danmörku í fyrrinótt. Lögreglan hefur einnig lýst eftir nafngreindum 17 ára pilti. Maðurinn fannst í gærmorgun látinn við íþróttaleikvang í borginni og hafði honum verið misþyrmt og hann síðan skotinn til bana.

Grunur leikur á, að maðurinn sem fannst látinn, Henrik Bjerremand Kristensen, hafi verið fórnarlamb ránstilraunar en ekkert veski fannst á líkinu. Veskið fannst síðar í nágrenninu og höfðu peningar verið fjarlægðir úr því.

Henrik Bjerremand Kristensen vann sjálfboðaliðastarf í knattspyrnufélaginu AaB. Hann var í samkvæmi í leikvanginum á föstudagskvöld og fór í bæinn á eftir ásamt kunningja sínum. Þeir fóru kvöddust í Jomfru Ane götu laust fyrir klukkan 4 um nóttina. Talið er að Bjerremand Kristensen hafi síðan farið aftur að leikvanginum til að sækja hjól, sem hann skildi þar eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert