Engin hraðatakmörk á þýskum hraðbrautum í náinni framtíð

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að hraðatakmörk yrðu ekki sett á Autobahn-þjóðvegina í Þýskalandi. Engin hraðatakmörk eru á sumum köflum veganna, en sósíaldemókratar, sem sitja í ríkisstjórn Þýskalands ásamt kristilegum demókrötum, flokki Merkel hafa lagt fram tillögu um að hraðatakmörk verði sett til að minnka útblástur.

Hugmyndin kom upphaflega frá Stavros Dimos, sem fer með umhverfismál hjá ESB, en hugmyndin er sú að með því að draga úr hraðakstri verði um leið dregið úr útbæstri. Sósíaldemókratar hafa tekið undir þessa hugmynd, en Merkel segir að betra skipulag á þjóðvegum landsins geti frekar orðið til þess að draga úr útblæstri, en umferðarteppur og langar raðir eru að hennar mati jafn skaðlegar umhverfinu og hraðaksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert