Óttast um öryggi starfsmanna sendiráða í Aserbaídsjan

Bretar lokuðu sendiráði sínu í höfuðborg Aserbaídsjan, Baku, í dag og Bandaríkin hafa takmarkað starfsemi í sínu sendiráði þar í landi. Er þetta gert í öryggisskyni. Segja talsmenn sendiráðanna að óttast sé um öryggi starfsmanna en neituðu að skýra það út nánar fyrir fréttamönnum né hvenær starfsemi þeirra yrði komin í eðlilegt horf á ný.

Samkvæmt innlendum fjölmiðlum eru sendiráðin að bregðast við vegna aðgerða lögreglu gegn öfgafullum samtökum í landinu. Á laugardag skaut lögregla mann til bana sem reyndi að kasta handsprengju að lögreglu er hún braust inn á heimili meintra öfgamanna í nágrenni Baku. Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og mikið magn vopna gert upptækt. Í gær voru 17 manns handteknir grunaðir um að vera liðsmenn öfgasamtaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert