Þriggja ára stúlka lifði af flugslys

Kate Williams flutt á sjúkrahús í Calgary.
Kate Williams flutt á sjúkrahús í Calgary. AP

Þriggja ára stúlka lifði af flugslys í Klettafjöllum í vesturhluta Kanada. Kate Williams var farþegi í lítilli einkaflugvél af gerðinni Cessna 172 á leið frá Golden í bresku Kólumbíu til Edmonton í Alberta. Flugmaður vélarinnar var 65 ára gamall afi stúlkunnar og annar farþegi létust í slysinu.

Klukkustund eftir flugtak fór neyðarsendir vélarinnar í gang, veður hamlaði leit en fjórum klukkustundum síðar lenti björgunarþyrla skammt frá slysstað og bjargaði stúlkunni úr flakinu.

Hún hékk á hvolfi, vandlega óluð niður í barnabílstól.

Það fyrsta sem hún bað um var bangsinn sinn.

Stúlkan var óbrotin og enungis með eina skrámu á andlitinu. Talið er að afi hennar hafi bjargað lífi hennar þegar hann festi hana vandlega í sætið.

Slysið varð á sunnudaginn var en orsök þess er ókunn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert