440.000 kínversk leikföng innkölluð í Bandaríkjunum

AP

Bandarísk stjórnvöld hafa innkallað 440.000 kínversk leikföng í dag vegna óleyfilegs magns af blýi. Um er að ræða ýmsar leikfangafígúrur, borðspil sem seld voru í leikfangaversluninni Toys R Us og gervitennur, sem selja átti fyrir hrekkjavökuna sem er í dag.

Ekki hafa verið gefnar upp upplýsingar um það hve hátt blýmagnið var en í öllum tilvikum mun hafa verið að ræða of hátt hlutfall efnisins í litum og málningu. Ein óháð könnun benti til þess að gervitennurnar innihéldu allt að hundraðfalt magn blýs.

Blý getur valdið skaða í heila og taugakerfi barna, breyttri hegðun, hægari vexti, heyrnartruflunum og höfuðverkjum svo nokkuð sé nefnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert