Hæstiréttur aftraði dauðarefsingu á síðustu stundu

Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington.
Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington. Reuters

Hæstiréttur í Bandaríkjunum aftraði því á síðustu stundu í gærkvöldi að dauðamaður í Mississippi yrði tekinn af lífi.

Verjendur mannsins kröfðust þess að fullnægingu refsingarinnar yrði frestað uns rétturinn hefði tekið afstöðu til þess hvort aftaka með eitri standist stjórnarskrána.

Aðeins ein aftaka hefur farið fram í Bandaríkjunum - í Texas, nánar tiltekið - síðan hæstirétturinn féllst á að taka fyrir erindi tveggja dauðamanna í Kentucky, sem halda því fram að aftaka með eitri, sem notast er við í svo að segja öllum aftökum í Bandaríkjunum, stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar „grimmilegar og óvenjulegar refsingar.“

Hæstiréttur tekur málið fyrir í byrjun næsta árs, og segja fréttaskýrendur að þangað til verði líklega fáar sem engar aftökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert