Hraðaksturinn „ekki jafn slæmur“ í mílum talið

Lögreglan á Írlandi tók David nokkurn Clarke fyrir hraðakstur í síðasta mánuði, en hann mældist á 180 km hraða, og svipti hann ökuréttindum. En dómari komst síðar að þeirri niðurstöðu að Clarke fengi að halda skírteininu því að dómaranum þótti að þegar hraði Clarkes væri talinn í mílum í stað kílómetra væri hann „ekki jafn slæmur.“

Dómarinn, Denis McLoughlin, kvað upp úrskurð sinn í Donegal-sýslu á norðvestur Írlandi í fyrradag. Þegar 180 km hraði samsvarar 112 mílna hraða, og haft var eftir McLoughlin að vissulega væri þetta mikill hraði, en þó ekki liti þetta ekki eins illa út ef talið væri í mílum.

Hann sektaði Clarke um þúsund evrur og sakfelldi hann fyrir gáleysislegan akstur í stað glæfraaksturs, eins og lögreglan hafði talið hann sekan um, og þar með slapp Clarke við að verða sviptur ökuréttindum.

McLoughlin taldi líka að það hafi tiltölulega lítil hætta verið á ferðum þótt Clarke hafi ekið of hratt á þessum tiltekna stað og stund þar sem veður var gott og vegurinn óvenju beinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert