Húsleit gerð í tengslum við meint spillingarmál Olmerts

Fasteignaviðskipti Ehud Olmert eru í kastljósi fjölmiðla.
Fasteignaviðskipti Ehud Olmert eru í kastljósi fjölmiðla. AP

Rannsóknardeild ísraelsku lögreglunnar gerði húsleit í opinberum byggingum og skrifstofum í einkaeigu í morgun í tengslum við rannsókn á því hvort forsætisráðherra landsins, Ehud Olmert, hafi gerst brotlegur við lög. Yfir eitt hundrað lögreglumenn tóku þátt í rannsókninni í morgun en Olmert á yfir höfði sér þrjár ákærur vegna meintra spillingarmála og fasteignaviðskipta.

Meðal bygginga sem lögregla gerði húsleit í eru iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, höfuðstöðvar póstsins og ráðhúsið í Jerúsalem, að sögn talsmanns lögreglunnar. Olmert hefur neitað ásökunum og skrifstofa hans neitaði að tjá sig um málið í morgun er fréttastofa AP leitaði eftir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert