Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB

Reuters

Endurskoðendur Evrópusambandsins hafa, 13. árið í röð, neitað að skrifa undir reikninga sambandsins. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni, sem endurskoðar reikningana, eru nánast öll svið ESB gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit með útgjöldum. Það jákvæða er þó, að ástandið hefur heldur skánað í landbúnaðarkerfi sambandsins.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi kennt aðildarríkjunum um en í skýrslu endurskoðendanna er framkvæmdastjórnin sögð eiga stærstu sökina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert