Giftist hundstík til að aflétta bölvun

Indverskur karlmaður hefur „kvænst“ hundstík í þeirri von að hjónabandið muni aflétta bölvun sem hann segist hafa orðið fyrir eftir að hann grýtti tvo aðra hunda til dauða.

P. Selvakumar, sem er 33ja ára, segist hafa bæði lamast og tapað heyrn vegna drápanna.

Sjálft brúðkaupið fór fram í Hindú-musteri í Tamil Nadu ríkinu. „Brúðurin“ var vafin í appelsínugulan sarín og skreytt blómum. Tíkin fékk brauðbita að lokinni athöfn.

Það er algengt að hjátrúarfullt fólk í dreifðari byggðum Indlands skipuleggi brúðkaup milli manns og dýrs í þeim tilgangi að aflétta eða koma í veg fyrir bölvun.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert