Sjónvarpsmenn fundu skipsflak frá sautjándu öld

Sænskir sjónvarpsmenn fundu heillegt skipsflak frá sautjándu öld á botni Eystrasalts er þeir voru að undirbúa tökur á ævintýraþáttum, að því er sænska ríkissjónvarpið SVT greindi frá í dag. Um er að ræða 20 metra langt kaupskip. Það fannst úti fyrir suðausturströnd Svíþjóðar á um 125 m dýpi.

„Það sat bara þarna á botninum, næstum eins og það hefði dottið beint niður af yfirborðinu,“ sagði Madeleine Sinding-Larsen, talskona SVT.

Skipið fannst í maí, þegar verið var að undirbúa tökur á sjónvarpsþáttum um sjávarfornleifafræðinga sem rannsaka botn Eystrasaltsins. Sjónvarpsstöðin ákvað að segja ekki frá flakinu fyrr en í dag, þegar fyrsti þátturinn verður sýndur.

Ekki liggur fyrir hvers lenskt skipið hafi verið, en útlit þess bendi til að Hollendingar hafi smíðað það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert