4,5 milljónir Evrópumanna notuðu kókaín á síðasta ári

Kókaín.
Kókaín. AP

Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins áætlar að 4,5 milljónir Evrópubúa hafi notað kókaín á síðasta ári og hafi neytendum fjölgað um milljón frá árinu á undan. Mest er notkunin hlutfallslega á Spáni og Bretlandseyjum en mest aukning er í Danmörku og á Ítalíu. Talið er að 2 milljónir Evrópubúa hafi notað kókaín undanfarinn mánuð.

Lögregla í álfunni lagði hald á 107 tonn af kókaíni árið 2005 og jókst það um 45% frá árinu á undan. Um 400 dauðsföll voru rakin til notkunar þessa fíkniefnis árið 2005.

Kannabis er enn algengasta ólöglega fíkniefnið í álfunni þótt vísbendingar séu um að vinsældir þess séu að dvína meðan ungmenna. Samt hafa um 7% Evrópubúa, eða um 23 milljónir manna, notað það á síðustu 12 mánuðum og um 3 milljónir manna nota kannabis daglega eða nánast daglega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert