Repúblikanar vinsælli en Clinton

Bandaríkjamenn virðast heldur vilja repúblikana í hvíta húsið en Hillary …
Bandaríkjamenn virðast heldur vilja repúblikana í hvíta húsið en Hillary Clinton Reuters

Hillary Clinton, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata, myndi tapa fyrir frambjóðanda repúblikana, sama hver sá frambjóðandi væri. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal 9.150 bandarískra kjósenda.

Í könnuninni, sem fyrirtækið Zogby International gerði, kemur fram að John McCain fengi 42% atkvæða, en Clinton 38%. Ef valið stæði milli Clinton og Rudolph Giuliani fengi forsetafrúin fyrrverandi 40%, en Giuliani 43%. Sama er uppi á teningnum ef öldungadeildarþingmaðurinn Fred Thompson væri í framboði gegn Clinton, en hann fengi þá 44% en Clinton 40% samkvæmt könnuninni.

Clinton, sem keppir meðal annars við Barack Obama og John Edwards um að verða frambjóðandi demókrata, hefur ítrekað sagt að hún sé eini frambjóðandinn sem möguleika eigi á að standa í hárinu á repúblikönum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert