Bush forðast að gagnrýna nauðgunardóm í Sádi-Arabíu

George W. Bush varast að gagnrýna sádi-arabískan dómstól.
George W. Bush varast að gagnrýna sádi-arabískan dómstól. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti,  forðaðist að sögn Reutersfréttastofunnar, að beina gagnrýni að ákvörðun sádi-arabísks dómstóls fyrir að dæma 19 ára stúlku, sem var hópnauðgað, til fangelsisvistar og 200 svipuhögga.

Bush fundaði nýlega með Abdullah, konungi Sádi-Arabíu, um friðarráðstefnu Mið-Austurlanda sem haldin var í Maryland en sagðist á eftir ekki muna hvort þeir ræddu þetta mál. „Hann veit hvernig við lítum á málið“, sagði Bush á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu á þriðjudag.  Aðspurður sagðist hann myndi reiðast ef þetta hefði komið fyrir hans eigin dóttur, og að hann myndi reiðast árásarmönnunum og ríkinu fyrir að styðja ekki fórnarlambið.

Mál stúlkunnar sem var rænt, hópnauðgað, og misþyrmt af bróður sínum, hefur vakið mikla reiði víðsvegar um heiminn og ákvörðun dómstóls Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnd harðlega.

Stúlkan var dæmd til að þola 90 svipuhögg fyrir að vera ein á ferli með karlmanni sem var ekki skyldur henni, en það er bannað samkvæmt ströngum lögum íslamstrúar. Hæstiréttur þar í landi refsaði stúlkunni síðan fyrir að kæra mennina og fara með málið í fjölmiðla. Dómur hennar var þyngdur um sex mánaða í fangelsi og 200 svipuhögg. 

Árásarmennirnir voru fyrst dæmdir til fangelsisvistar í allt að fimm ár en dómstóllinn þyngdi refsingu þeirra í allt að níu ára fangelsi.

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu reyndi að aðskilja stjórnvöld frá ákvörðun dómstóls á blaðamannafundi í Bandaríkjunum og sagði að málið væri í skoðun og vonandi yrði dómnum breytt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert