Dönsku stjórnarflokkarnir í minnihluta á þingi

Pia Christmas-Møller.
Pia Christmas-Møller.

Pia Christmas-Møller, fyrrum þingflokksformaður danska Íhaldsflokksins, hefur sagt sig úr þingflokknum vegna óánægju með núverandi flokksforustu. Þetta þýðir, að dönsku stjórnarflokkarnir hafa ekki lengur öruggan meirihluta á þingi. Christmas-Møller segist þó styðja ríkisstjórnina.

Blaðið Politiken segist hafa komist yfir tilkynningu, sem Christmas-Møller muni senda frá sér í dag og þar segist hún ekki lengur bera nauðsynlega virðingu og traust til forustu flokksins. Þess vegna neyðist hún til að segja sig úr þingflokknum. 

Í þingkosningum í nóvember sl. fengu Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn samtals 90 þingmenn af 179. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, lýsti því yfir þegar stjórnarsamstarfið var endurnýjað, að hann myndi leita eftir breiðri samstöðu á þinginu um mikilvæg mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert