Bush vill skýr svör frá Írönum

Loftvarnabyssur í Natanz, þar sem Íranar auðga úran
Loftvarnabyssur í Natanz, þar sem Íranar auðga úran AP

George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að Íranar eigi að útskýra að fullu kjarnorkumál sín ef þeir vilji ekki einangrast enn frekar á alþjóðavísu en orðið er. Bush segir að margt í fortíðinni kalli á skýringar og að Íranar eigi að hætta auðgun úrans tafarlaust.

Bush segir að Íranar eigi að viðurkenna að þeir hafi unni leynilega að þróun kjarnavopna fram til ársins 2003, þá er hann á því að Íranar haldi enn öllum möguleikum opnum og haldi áfram auðgun úrans, sem nýst geti í framtíðinni til kjarnavopnagerðar.

Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa ekki öll verið á sama veg. Íranar sjálfir segja skýrsluna mikinn sigur, enda segir í skýrslunni að Íranar hafi hætt þróun kjarnavopna árið 2003. Kínverjar segja skýrsluna kalla á breytta stefnu gagnvart Írönum.

Mohamed ElBaradei, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segir skýrsluna hafa verið létti þar sem hún hafi verið í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert