Loftslagsbreytingar mesta áskorun okkar tíma

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu afhendir Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra S.þ staðfestingu …
Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu afhendir Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra S.þ staðfestingu á Kyoto-bókuninni. HO

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon hóf viðræður á loftslagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu með því að kalla á aðgerðir.  Hann sagði að ef ekkert yrði gert, myndu jarðarbúar standa frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga; þurrkum, hungursneyð, og hækkandi sjávarmáli. 

Á fréttavef BBC kemur fram að fulltrúar á ráðstefnunni vonist til að komast að samkomulag náist um frekari minnkun á  losun gróðurhúsloftegunda, en Kyoto-bókunin fellur úr gildi 2012. 

Bandaríkin og Kanada eru meðal þeirra þjóða sem eru á móti bindandi samkomulagi um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda.   Sameinuðu þjóðirnar vilja að iðnvædd ríki bindi sig við að minnka losun um 25-40% miðað við magn 1990 fyrir 2020.  

Ban segir loftslagsbreytingar vera mestu áskorun okkar tíma.  “Vísindin eru augljós, loftslagsbreytingar eru staðreynd, áhrifin eru raunveruleg, það er kominn tími til að aðhafast.” 

Forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, afhendi Ban Ki-Moon skjöl sem innihalda staðfestingu ríkisstjórnar Ástrala á Kyoto-bókuninni.  Bandaríkjamenn eru þá eina iðnvædda þjóðin sem stendur fyrir utan Kyoto-bókunina. 

Bandaríkjamenn vilja að samningar verði gerðir sjálfboða í stað bindandi samkomulags, og telja að niðurstaða ráðstefnunnar á Balí eigi ekki að snúast um töluleg takmörk. 

Einnig hefur verið deilt um hvernig eigi að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast, og vernda sitt samfélag gegn verstu áhrifum loftslagsbreytinga. 

Umhverfisverndarsinnar segja að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur er áhrifum farið að gæta núna og afleiðingarnar verstar hjá fátækum þjóðum.

Öryggi var hert á ráðstefnunni eftir sprengjutilræði á athafnasvæði Sameinuðu þjóðanna í Alsír í gær, þar sem að minnsta kosti 26 manns létu lífið.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert