Reyna að lægja reiðiöldu vegna ættleiðingarmáls

Hollenskur ríkiserindreki, sem hefur legið undir ámæli fjölmiðla fyrir að skila aftur stúlku sem hann og kona hans ættleiddu fyrir 7 árum í Suður-Kóreu kom til Hollands í gærkvöldi til þessa reyna að lægja reiðiölduna sem hefur risið vegna ákvörðunarinnar.

Jade, sem er sjö ára og fædd í Suður-Kóreu, er nú miðpunktur milliríkjadeilu Hollands og S-Kóreu. Þegar hún var fjögurra mánaða var hún ættleidd af ríkiserindrekanum, Raymond Poeteray, og eiginkonu hans, Meta, en þau búa nú í Hong Kong. Hjónin skiluðu stúlkunni nýverið til félagsmálayfirvalda í Hong Kong þar sem þau töldu stúlkuna ekki samlagast hollenskum siðum.

Í hollenska dagblaðinu De Telegraaf kemur fram að mikil reiði hafi gripið um sig meðal almennings þar sem fólki finnst eins og þau hafi skilað óvelkominni gjöf. Þau fóru með hana eins og heimilissorp, að því er segir í frétt De Telegraaf.

 Poeteray-hjónin sem komu til Hollands í gær til þess að verja gjörðir sínar segja að þau hafi skilað stúlkunni að höfðu samráði við starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, samkvæmt frétt Times. 

Poeteray segir að þegar þau fluttu til Hong Kong fyrir þremur árum frá Indónesíu hafi sérfræðingur tjáð þeim að Jade ætti í alvarlegum vandræðum með að mynda tengsl. Þau hafi því farið í fjölskyldumeðferð án árangurs. „Það olli okkur sárum vonbrigðum að hlutirnir fóru ekki að ganga betur heldur versnuðu þeir og aðrir í fjölskyldunni hafa liðið fyrir þetta," segir Poeteray.Hjónin eiga son sem er eldri en Jade og yngra barn sem fæddist eftir að þau ættleiddu Jade. Um mitt síðasta ár voru þau hvött til þess að læknum, félagsfræðingum og ættleiðingarskrifstofunni að koma stúlkunni í tímabundið fóstur, samkvæmt frétt  De Telegraaf.

„Þrátt fyrir að sérfræðingar telji núna að það séu engar líkur á því núna að Jade komi aftur heim þá gefum við ekki upp vonina. Við gerum okkar besta til að finna lausn á vandamálinu og að hún eigi eftir að finna hamingjuna," skrifar Poeteray í tilkynningu til fjölmiðla.

Poeterays hjónin hafa aldrei sótt um hollenskan ríkisborgararétt fyrir Jade og segja að það hafi verið mistök af þeirra hálfu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert