Hreinsað til í Rauða hverfinu í Amsterdam

Súludans á bar í Amsterdam.
Súludans á bar í Amsterdam. Reuters

Job Cohen, borgarstjóri Amsterdam, kynnti í dag ítarlega áætlun um að stemma stigu við vændi í borginni. Verður gluggunum í Rauða hverfinu, þar sem vændiskonur hafa setið, fækkað til muna og í staðinn koma veitingahús.

„Við ætlum að hreinsa til og fækka til muna gluggum vændiskvennanna og „kaffibúðum" (þar sem seld eru kannabisefni) og ódýrum veitingastöðum," sagði Cohen á blaðamannafundi.

Hann sagði, að vændi yrði ekki bannað alfarið í borginni en kynlífsþjónusta yrði bönnuð í ákveðnum götum og svæðum í miðborginni. Nú eru um 400 gluggar í Rauða hverfinu þar sem vændiskonur bjóða þjónustu og þeim verður fækkað um 2/3.

„Það er löngu tímabært að ráðast í þetta," sagði Lodwijk Asscher, aðstoðarmaður borgarstjórans. Þeir dagar eru liðnir þegar við leyfðum óaldarlýð að ríkja yfir miðborginni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...