Matvælaverð aldrei hærra

Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking.
Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking. AP

Mikil hækkun matvælaverðs í heiminum ógnar afkomu milljóna manna í fátækum löndum í heiminum, að því er SÞ segja. Hefur verðið hækkað um 40% á undanförnu ári og er nú það hæsta síðan matarverðsvísitala SÞ var fyrst birt 1990.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) segir að þetta kunni að leiða til hungurs í mörgum ríkjum. Hvetur stofnunin til þess að bændum í fátækum löndum verið veitt aðstoð við kaup á útsæði og áburði, og endurskoðuð verði áhrif lífrænna orkugjafa á matvælaframleiðslu.

Orsakir hækkunar matvælaverðs í heiminum eru m.a. þurrkar og flóð, er tengjast loftslagsbreytingum, og einnig aukin eftirspurn eftir lífrænum orkugjöfum í kjölfar hækkunar olíuverðs.

Þá hefur breytt mataræði í ríkjum sem þróast hafa hratt, eins og til dæmis Kína, haft áhrif, þar sem meira land þarf til að ala búfé vegna aukinnar eftirspurnar eftir kjöti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...