Huckabee orðinn jafn Giuliani

Huckabee ásamt konu sinni, Jane.
Huckabee ásamt konu sinni, Jane. AP

Mike Huckabee hefur sótt mjög í sig veðrið í kapphlaupinu um að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum á næsta ári, og hefur á einum mánuði unnið upp 18 prósentustiga forskot Rudys Giulianis, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Huckabee er fyrrverandi ríkisstjóri í Arkansas. Barátta hans fyrir útnefningunni hefur gengið mjög vel að undanförnu, og nýtur hann nú 22% prósenta fylgis, en Giuliani 23% samkvæmt könnuninni.

Huckabee er prestur í Baptistakirkjunni og nýtur mikils stuðnings meðal trúaðra og íhaldssamra, að því er fréttaskýrendur segja. Snaraukið fylgi hans megi rekja til þess, að þessir lykilkjósendur flokksins hafi loksins fundið sér sinn frambjóðanda.

Meðal þeirra kjósenda Repúblíkanaflokksins sem kváðust „mjög íhaldssamir“ naut Huckabee 43% fylgis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert