Rice biður um hjálp við að loka Guantanamo

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt yfirvöld í heimalöndum fanga í Guantanamo herbúðum Bandaríkjahers til að taka við föngum þaðan og aðstoða Bandaríkin þannig við að loka búðunum. Segir hún að trygging þyrfti þó að vera fyrir því að þetta „vonda fólk” verði áfram í haldi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Rice sagði það vera einlægan vilja Bandaríkjastjórnar að loka búðunum en að hún væri þó ekki tilbúin til að gera það á kostnað öryggis bandarísku þjóðarinnar eða annarra. „Við þurfum hjálp til að loka Guantanamo,” sagði hún. 

Þá sagði hún að á meðal fanganna væru menn sem hefðu skipulagt hryðjuverkaárásir á stórborgir í Bandaríkjunum, Evrópu og Suðaustur-Asíu. Um 300 fangar eru nú í búðunum sem komið var á fót snemma á árinu 2002 eftir innrás Bandaríkjanna og Breta í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert