Óvenjuleg og grimmileg refsing

Tveimur ungum karlmönnum var í dag sleppt úr fangelsi í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum en þeir voru dæmdir árið 2004 dæmdir í 5 ára fangelsi fyrir aðild að kynferðisafbroti gegn 15 ára stúlku í samkvæmi. Alls voru 6 unglingar dæmdir til fangelsisvistar í málinu, þar af var einn dæmdur í 10 ára fangelsi.

Sá sem þyngsta dóminn hlaut viðurkenndi að hafa átt munnmök við stúlkuna í samkvæminu en hann var þá 17 ára. Stúlkan bar að hún hefði ekki haft á móti mökunum. 

Lög Georgíuríkis kváðu á sínum tíma á um að lágmarksrefsing fyrir að eiga kynmök við börn undir lögaldri væri 10 ára fangelsi. Hæstiréttur ríkisins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í október sl. að dómurinn yfir piltinum væri „grimmileg og óvenjuleg refsing" og í kjölfarið var honum sleppt.

Mál hinna piltanna fimm voru tekin upp í kjölfarið og hefur þeim nú öllum verið sleppt nema einum, sem dæmdur var fyrir fleiri brot. Mennirnir eru nú 21 og 22 ára gamlir en þeir afplánuðu þriggja og hálfs árs fangelsisvist.

Lögum Georgíuríkis hefur nú verið breytt og eru kynferðisbrot af þessu tagi skilgreind sem væg afbrot ef um er að ræða unglinga á svipuðum aldri.

 .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert